Pan kvintett (1968)

Pan kvintett

Pan kvintett

Pan kvintett starfaði á Höfn í Hornafirði á sjöunda áratugnum, að öllum líkindum í nokkur ár.

Lítið liggur fyrir um þessa sveit en hún mun hafa notið vinsælda á Höfn og nágrenni, Haukur Þorvaldsson lék með henni a.m.k. 1968 og Óskar Guðnason var einnig á einhverjum tímapunkti í Pan kvintett en um aðra meðlimi er ekki vitað. Hún mun þó hafa verið starfandi í nokkurn tíma áður en Haukur og Óskar gengu til liðs við hana.

Sveitin kom saman 2013 og það var áreiðanlega ekki fyrsta eða eina kombakkið.