Barracuda (1994-95)

Barracuda

Rokksveitin Barracuda starfaði í um eitt og hálft ár um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og sendi frá sér eitt lag sem fékk nokkra spilun í útvarpi.

Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og voru meðlimir hennar Vernharður Bjarnason gítarleikari, Sveinn Arthúr Michaelsson gítarleikari, Jörgen Jörgensen bassaleikari, Styrmir B. Kristjánsson söngvari og Páll Hjörvar Bjarnason trommuleikari.

Barracuda lék nokkuð opinberlega á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1995 en hvarf af sjónarsviðinu um haustið.