Babýlon (1997)

Hljómsveitin Babýlon (Babylon) starfaði í nokkra mánuði árið 1997, og lék þá á öldurhúsum Reykjavíkur.

Sveitina skipuðu Júlíus Jónasson söngvari, Hilmar J. Hauksson söngvari og hljómborðsleikari og Sævar Árnason gítarleikari.

Babýlon kom fyrst fram í upphafi árs 1997 og starfaði eitthvað fram eftir hausti.