B.G. kvintettinn (1954-55)

Litlar heimildir er að finna um B.G. kvintettinn og hugsanlega var hann eingöngu settur saman fyrir plötuútgáfu en hljómsveit með þessu nafni lék m.a. á plötu með Öddu Örnólfs árið 1955.

Meðlimir B.G. kvintetts (sem einnig var á einhverjum tímapunkti kvartett) voru Björn R. Einarsson básunuleikari og Gunnar Egilson klarinettu- og saxófónleikari (sem voru B og G), Magnús Pétursson píanóleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari (bróðir Björns), ekki liggur fyrir hver fimmti meðlimurinn var.

B.G. kvintettinn á ekkert skylt við BG flokkinn frá Ísafirði sem starfaði síðar og var iðulega kenndur við Baldur Geirmundsson.

Efni á plötum