J.H. kvintettinn (1955-60)

J.H. kvintettinn

J.H. kvintettinn

Erfitt er að finna upplýsingar um þessa hljómsveit sem oftast gekk undir nafninu J.H. kvintettinn, stundum þó J.H. sextettinn en sjaldnar J.H. kvartettinn.

Elstu heimildir um hana er að finna frá 1955 en sveitin byrjaði hugsanlega mun fyrr, hún virðist hafa verið húshljómsveit í Þórscafé lengstum, og var Sigurður Ólafsson söngvari hennar. Elínbergur Konráðsson gæti þó hafa verið söngvari um tíma, 1959. Gunnar Einarsson er nafngreindur meðal meðlima J.H. kvintettsins sem og Ásgeir Sverrisson en harmonikkuleikararnir Jóhannes G. Jóhannesson og Guðmundur Hansen (frá Færeyjum) voru J og H sem sveitin var kennd við.

J.H. kvintettinn lék stundum undir í dægulagakeppnum SKT.