B.J. kvintettinn (1970-73)

B.J. kvintettinn

B.J. kvintettinn starfaði um og upp úr 1970 og var um tíma húshljómsveit í Þórscafé.

Fjölmargir virðast hafa verið viðloðandi þessa sveit, haustið 1970 voru í henni Lárus Hjaltested Ólafsson söngvari og bassaleikari, Þorkell S. Árnason gítarleikari, Benedikt Pálsson trommuleikari og söngvari, Júlíus Sigurðsson saxófónleikari, Þórarinn Gíslason orgelleikari og Mjöll Hólm söngkona, einnig var Óskar Kristjánsson bassaleikari í sveitinni um tíma. Helga Sigþórsdóttir tók við söngnum sumarið 1971 og var með sveitinni þar til hún hætti störfum snemma árs 1973.