B.J. kvintettinn (1970-80)

B.J. kvintettinn

B.J. kvintettinn starfaði um og upp úr 1970 og var um tíma húshljómsveit í Þórscafé, hún mun hafa verið einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Sóló og lék töluvert einnig á Keflavíkurflugvelli en þar var skilyrði (einkum í Rockville) að söngkonur væru í sveitinni og því sungu söngkonur eins og Mjöll Hólm, Helga Sigþórsdóttir og sjálfsagt fleiri stundum með kvintettnum.

Fjölmargir virðast hafa verið viðloðandi þessa sveit, haustið 1970 voru í henni Lárus Hjaltested Ólafsson söngvari og bassaleikari, Þorkell S. Árnason gítarleikari, Benedikt Pálsson trommuleikari og söngvari, Júlíus Sigurðsson saxófónleikari og Þórarinn Gíslason orgelleikari, einnig var Óskar Kristjánsson bassaleikari í sveitinni um tíma, Þór Nielsen og jafnvel fleiri.  Nafn sveitarinnar má rekja til upphafsstafa þeirra Benedikts og Júlíusar.

Þessi sveit gæti hafa starfað allt fram undir 1980