Vírus [2] (1991-93)

Þungarokkssveitin Vírus starfaði á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar.

Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en þeir félagar auglýstu eftir trommuleikara sumarið 1991, Guðmundur Gunnlaugsson (Jötunuxar, Das Kapital o.m.fl.) svaraði greinilega þeirri auglýsingu því hann starfaði með þeim snemma árs 1992, aðrir meðlimir sveitarinnar voru þá Hörður Sigurðsson bassaleikari, Svavar Sigurðsson gítarleikari bróðir Harðar, og Eiríkur Sigurðsson gítarleikari.

Svo virðist sem Eiríkur hafi sagt skilið við sveitina um sumarið 1992 en Vírus starfaði þó áfram, a.m.k. til ársins 1993. Ekkert liggur fyrir um frekari mannabreytingar í sveitinni.