Vímulaus æska [1] [útgáfufyrirtæki] (1986-)

Foreldrasamtökin Vímulaus æska voru stofnuð haustið 1986 en þau eru eins konar forvarnarsamtök og eru enn virk í starfsemi sinni. .

Vímulaus æska hefur fjármagnað starfsemi sína með ýmsum hætti en tvívegis hafa samtökin gefið út plötur í því skyni, annar vegar safnplötuna Vímulaus æska (árið 1987) sem hafði að geyma tónlist með blöndu popptónlistarmanna, m.a. hljómsveitarinnar Síðan skein sól sem þar steig sín fyrstu spor á plötu, hins vegar safnplötuna Fjörugrjót: vímulaus æska (árið 1989) með ungum íslenskum einleikurum og söngvurum. Ágóðinn af sölu platnanna rann beint til samtakanna.