Vírus [5] (2003-05)

Árið 2003 var starfandi hljómsveit í Mosfellsbænum undir nafninu Vírus. Um var að ræða rokksveit sem var líkast til enn starfandi 2005 en annað liggur ekki fyrir um starfstíma hennar.

Meðlimir Vírusar voru þeir Þorri [?] trommuleikari, Benni [?] bassaleikari, Gummi [?] gítarleikari og hugsanlega var annar gítarleikari í sveitinni sem einnig er kallaður Gummi.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit má senda Glatkistunni.