Vírus [4] (1999-)

Vírus

Hljómsveitin Vírus hefur starfað um árabil og sérhæft sig í samkomum eins og þorrablótum og árshátíðum.

Sveitin var stofnuð 1999 og hefur oftast verið dúett eða tríó, það fer þó eftir tilefninu hverju sinni.

Aðalsprauta Vírusar er Ólafur Fannar Vigfússon söngvari og hljómborðsleikari (sem gaf út plötu undir nafninu Rufaló seint á síðustu öld) en aðrir hafa komið og farið, Fjalar Hauksson gítarleikari, Gústaf Guðmundsson gítarleikari, Vignir Snær Vigfússon gítarleikari, Georg Kulp hljómborðsleikari og Georg Ingi Kulp trymbill eru meðal þeirra sem leikið hafa með Ólafi en þeir eru sjálfsagt miklu fleiri.

Vírus er enn starfandi í dag eftir því sem best verður vitað.