Vírskífa (1997-98)

Hljómsveit sem bar heitið Vírskífa starfaði á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir síðustu aldamót og lék eins konar þungt rokk.

Sveitin var starfandi árið 1997 en ekki liggur fyrir hvenær hún var stofnuð, meðlimir hennar voru að minnsta kosti þeir Hörður Ingi Stefánsson bassaleikari, Jón Björn Ríkarðsson trommuleikari og Vagn Leví Sigurðsson söngvari, einn eða tveir gítarleikarar hafa einnig án nokkurs vafa verið í sveitinni og er hér óskað eftir upplýsingum um þá.

Brain police var síðan stofnuð upp úr Vírskífu haustið 1998.