The Outrage (1996-98)

The Outrage

Drum‘n bass sveitin The Outrage keppti tvívegis í Músíktilraunum og vakti töluverða athygli fyrir tónlist sína rétt fyrir aldamótin.

Sveitin var stofnuð haustið 1996 og var í upphafi dúett þeirra Halldórs Hrafns Jónssonar og Brynjars Arnar Ólafssonar sem báðir notuðu tölvur við tónsköpun sína. Þeir félagar voru fyrst í rave-tónlistinni en síðan þróaðist tónlist þeirra í jungle drum‘n bass með viðkomu í hardcore.

The Outrage keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1997, komust þar í úrslit og lentu reyndar í þriðja sæti keppninnar. Eftir hana voru þeir Halldór og Brynjar með háleitar hugmyndir um að spila mikið um sumarið og gefa út plötu um haustið en fátt gerðist í því samhengi, þeim bættist reyndar liðsauki þegar Þórhallur Gísli Samúelsson bættist í hópinn.

Næsta vor, 1998 keppti sveitin aftur í Músíktilraunum en þá var Gísli K. Björnsson kominn í stað Brynjars Arnar en Halldór og Þórhallur voru á sínum stað. Þannig skipuð komst sveitin ekki áfram í úrslit en sendi frá sér sex laga vínylplötu (12 tommu) undir útgáfumerkinu Shadowlands.

Svo virðist sem The Outrage hafi hætt fljótlega eftir Músíktilraunirnar 1998.

Efni á plötum