M.G. tríó (1948-49)

M.G. tríó

M.G. tríó starfaði á veitingastaðnum Uppsölum (síðar Sjallanum) á Ísafirði um tíma um miðja síðustu öld og var eins konar húshljómsveit sem lagði mikla áherslu á Fats Waller píanódjass.

M.G. stóð fyrir Magnús Guðjónsson sem lék á píanó en aðrir meðlimir voru Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) sem lék á harmonikku (og hugsanlega saxófón) og Erich Hübner sem var trommuleikari tríósins.

Tríóið starfaði þarna veturinn 1948-49 og svo aftur haustið 1949 og fram að áramótum.