Magga Stína og hljómsveit Harðar Braga (2006)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit Harðar Bragasonar sem ásamt söngkonunni Möggu Stínu (Margréti Kristínu Blöndal) gaf út níu laga jólaplötu árið 2006.

Platan bar heitið Jólaveisla og var gefin út í tvö hundruð eintökum, líklega var um eins konar heimaútgáfu og fría dreifingu að ræða og því eru upplýsingar um plötuna og hljómsveitina afar takmarkaðar – að öllum líkindum var ekki um sýrupolkasveitina Hringi að ræða en Magga Stína og Hörðu höfðu áður starfað saman í þeirri sveit.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Efni á plötum