Majdanek (1991-94)

Tríóið Majdanek starfaði á fyrri hluta tíunda áratug síðustu og skildi eftir sig eitt útgefið lag á kassettunni Snarl III (1991).

Sveitin var sögð í blaðaumfjöllun hafa starfað um nokkurn tíma þegar hennar er fyrst getið í dagblöðum haustið 1991, um það leyti sem Snarl III kom út. Það voru þeir Guðmundur Kristjánsson, Haukur Valgeirsson og Reynir Harðarson sem skipuðu tríóið sem ku hafa leikið einhvers konar tölvutónlist, ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hljóðfæraskipanina.

Majdanek starfaði til ársins 1994 eftir því sem heimildir herma.