Winston light orchestra (1986)

Hljómsveitin Winston light orchestra frá Akranesi kom fram í nokkur skipti snemma árs 1986 eða þar til sveitin breytti nafni sínu í Þema um vorið og keppti undir því nafni í Músíktilraunum Tónabæjar, og komst reyndar í úrslit keppninnar.

Meðlimir Þemu voru þau Anna Halldórsdóttir söngkona, Theódór Hervarsson hljómborðsleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari og Hallgrímur Guðmundsson bassaleikari, og hér er giskað á að sömu meðlimir hafi skipað Winston light orchestra.