Wonderplugs (1992-2000)

Wonderplugs

Hljómsveitin Wonderplugs (sem einnig gekk undir nafninu Undratappar) starfaði í Keflavík af því er virðist í næstum áratug.

Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 og ári síðar áttu þeir félagar lag á safnplötunni Íslensk tónlist 1993, um það leyti voru meðlimir hennar Halldór Jón Jóhannsson söngvari, Jens Eiríksson gítarleikari, Magnús Einarsson bassaleikari og Kristinn Jóhannsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um mannabreytingar í sveitinni.

Wonderplugs / Undratappar virðast hafa verið starfandi ennþá aldamótaárið 2000 en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði þá starfað samfleytt.

Óskað er frekari upplýsinga um hana.