
Weland
Hljómsveitin Weland frá Akureyri og Dalvík tók þátt í Músíktilraunum árið 2005 en sveitin hafði verið stofnuð haustið 2004.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallgrímur Ingi Vignisson trommuleikari, Árni Sigurgeirsson söngvari, Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari og Magnús Hilmar Felixson bassaleikari. Árni söngvari hafði komið inn síðastur en áður höfðu þeir félagar leikið instrumentak.
Weland komst ekki áfram í úrslit keppninnar og vakti þar helst athygli fyrir að trommari hennar lék standandi.