Hljómsveit sem síðar gekk undir nafninu Nýja kompaníið starfaði í skamman tíma undir heitinu Bláa bandið árið 1980 og lék opinberlega í tvö skipti.
Meðlimir sveitarinnar voru Tómas R. Einarsson bassaleikari, Jóhann G. Jóhannsson píanóleikari, Sigurður Valgeirsson trommuleikari, Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari og Sigurbjörn Einarsson saxófónleikari.