Vision (1994-2004)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði líklega á höfuðborgarsvæðinu og bar nafnið Vision.

Fyrir liggur að Dave Dunn var söngvari sveitarinnar og gítarleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sem gengu undir nöfnunum Binni Stef (gítarleikari), Limo (bassaleikari) og Valli Jojo (trommuleikari). Ennfremur er óskað eftir frekari upplýsingum um starfstíma sveitarinnar en hér er giskað á árin 1994 til 2004.