Nú-jæja (1972-73)

engin mynd tiltækHljómsveitin Nú-jæja var starfrækt á Hellissandi 1972-73. Sveitin var eins konar skólahljómsveit, skipuð þeim Pálma Almarssyni gítarleikara, Eggerti Sveinbjörnssyni trommuleikara og Hauki Má Sigurðarsyni bassaleikara. Framan af var hún söngvaralaus en Þröstur Kristófersson kom síðar inn sem slíkur. Benedikt Jónsson gekk til liðs við sveitina og spilaði upphaflega á harmonikku en síðan orgel, um svipað leyti hætti Haukur. Fljótlega upp úr því hætti Þröstur söngvari líka. Sveitin hætti því í þessari mynd en var síðan endurreist undir nafninu Útrás.