Í hvítum sokkum (1997-98)

i-hvitum-sokkum

Í hvítum sokkum

Dúettinn Í hvítum sokkum var húsband á Kringlukránni 1997 og 98, það voru þeir Hlöðver S. Guðnason og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sem skipuðu hann en þeir höfðu mjög víðtæka reynslu úr danshljómsveitaheiminum.

Þrátt fyrir pöbbastimpilinn sendu þeir félagar frá sér þrettán laga plötu sem frumsömdu efni fyrir jólin 1997. Hún hlaut titilinn Undir norðurljósum en fór ekki hátt, plötuna gáfu þeir sjálfir út en fengu til sín nokkra aðstoðarmenn til að leika með sér á plötunni.

Efni á plötum