Í gegnum tíðina (1988-89)

i-gegnum-tidina

Í gegnum tíðina

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89.

Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.