Afmælisbörn 22. desember 2016

Þorsteinn Guðmundsson Steini spil

Þorsteinn Guðmundsson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit sinni, Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar. Margir muna eftir Grásleppu Gvendi, Ég fer í Sjallann, Ó María mig langar heim og Lífsflótta, en síðast talda lagið áttu hljómsveitirnar Upplyfting og Rass eftir að gera að sínu síðar. Þorsteinn lést 2011.