Jólablús Vina Dóra

vinir-dora-2016

Vinir Dóra

Vinir Dóra framreiða svokallaðan Jólablús að Hallveigarstíg 1 fimmtudagskvöldið 22. desember nk. kl. 21:00.

Vinir Dóra eru Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og söngvari og Jón Ólafsson bassaleikari og söngvari en Jón „Skuggi“ Steinþórsson annast hljóðvinnslu.

Miðaverð á Jólablúsinn er kr. 2.900 en einnig er boðið upp á disk með margvíslegum jólamat á kr. 3.500, panta verður matinn fyrirfram í síma 777 2522 en miðar á tónleikana eru seldir við innganginn, miðasala opnar kl. 19:00.

Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar enda hefur Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðruvísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.