Afmælisbörn 11. desember 2016

Guðlaugur Kristinn Óttarsson

Guðlaugur Kristinn Óttarsson

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar:

Það er Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og tveggja ára gamall. Hann lék sem gítarleikari í fjölmörgum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú þekktasta. Guðlaugur hefur einnig gefið út sólóefni og hefur stundum kallað sig GVDL.