Ingimar Eydal og félagar (1976-90)

ingimar-eydal-og-felagar

Ingimar Eydal og félagar

Ingimar Eydal starfrækti um tíma djasshljómsveit undir nafninu Ingimar Eydal og félagar.

Ingimar hafði lent í bílslysi vorið 1976 og slasast nokkuð, hljómsveit hans, Hljómsveit Ingimars Eydal var því lögð í salt um óákveðinn tíma en það leið ekki á löngu þar til Ingimar stofnaði nýja sveit (um haustið), sveit sem sérhæfði sig í djasstónlist og kallaðist Ingimar Eydal og félagar.

Meðlimir sveitarinnar voru auk Ingimars, Finnur Eydal klarinettu- og saxófónleikari, Sævar Benediktsson bassaleikari og Árni Friðriksson trommuleikari.

Sveitin starfaði a.m.k. til 1990 með hléum.