Inga María Eyjólfsdóttir (1941-)

inga-maria-eyjolfsdottir1

Inga María Eyjólfsdóttir

Hafnfirðingurinn Inga María Eyjólfsdóttir vakti nokkra athygli á sínum tíma fyrir sönghæfileika sína en söngferill hennar spannaði rúmlega tvo áratugi, hún gaf út eina einsöngsplötu.

Inga María fæddist 1941. Hún hóf að læra söng hjá Maríu Markan og lærði hjá henni í ein fimm ár áður en hún hélt til framhaldsnáms í Londan þar sem hún lagði einnig stund á ljóðasöng.

Inga María sem var sópran söng oftsinnis í útvarpssal en einnig á tónleikum, hún söng eitt aðalhlutverka í Fígaró þegar það óperan var sett á svið og söng oft einsöng með karlakórum, s.s. Karlakór Keflavíkur og Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði en hún söng með síðarnefnda kórnum inn á plötur og fór með honum í söngferðalög erlendis.

Árið 1997 kom út platan Einsöngur í útvarpssal en á þeirri plötu má finna þrjátíu og eitt einsönglag með söng Ingu Maríu við píanóundirleik, úr fórum Ríkisútvarpsins frá árunum 1972-83 en hún hætti að syngja um það leyti sem síðara ártalið nær til. Það var sonur hennar, Eyjólfur Rúnar Sigurðsson sem stóð fyrir útgáfunni. Platan fékk ágæta dóma í Morgunblaðinu.

Annars má söng Ingu Maríu finna á fyrrnefndum plötum með Þröstum, safnplötu sem kom út í tilefni af 85 ára afmælis Guðmundar Hauks Þórðarsonar (2015) og á safnplötunni Hvar söngur ómar (1984).

Efni á plötum