Afmælisbörn 10. nóvember 2016

Rúnar Júl, Gylfi Ægisson, Engilbert Jensen og Gunnar Þórðarson 1974

Gylfi Ægisson í góðum félagsskap

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra.

Kormákur Geirharðsson verslunarmaður, kráareigandi og fyrrum trommuleikari sveita eins og Q4U, Langa Sela og skugganna, Hringja, Ikarusar, KK-bands og Oxzmá svo fáeinar séu upp taldar, er fimmtíu og þriggja ára á þessum degi.

Einnig hefði Steinþór Stefánsson bassaleikari frá Akureyri (Fræbbblarnir, Q4U, Parror, Snillingarnir, Akureyrar-útlagarnir o.m.fl.) átt afmæli á þessum degi en hann lést á sviplegan hátt 1988. Steinþór var fæddur 1961.