Nokkuð stór (1973)

engin mynd tiltækNokkuð stór var söngsextett en hann starfaði 1973 innan Árnesingakórsins í Reykjavík, sem þá var undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur.

Eins og nafnið Nokkuð stór gefur til kynna var þarna á ferðinni sextett sem var nokkuð stór en meðlimir sextettsins voru reyndar sjö. Þetta voru þær Hjördís Geirsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Herdís P. Pálsdóttir, Úlfhildur Geirsdóttir, Guðrún E. Guðmundsdóttir og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, sem sungu undir stjórn Björns Ó. Björgvinssonar.  Þær komu fram í jakkafötum með þverslaufur og pípuhatta.

Sextettinn, sem kom fyrst fram opinberlega snemma árs 1973, söng í nokkur skipti en ekki liggur fyrir hvort það var einungis þetta eina ár.