Nonni og mannarnir (1988-89)

engin mynd tiltækNonni og mannarnir var sunnlensk hljómsveit skipuð meðlimum um tvítugt úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og lék á sveitaböllum á Suðurlandsundirlendinu 1988 og 89.

Meðlimir sveitarinnar voru Nonni eða Jón Arnar Magnússon trommuleikari, Lárus Ingi Magnússon söngvari, Þórir Gunnarsson bassaleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Hörður Hákonarson gítarleikari.

Sveitin hætti störfum haustið 1989 þegar Jón Arnar tók til við að einbeita sér að tugþrautarferli sínum og hinir áttu eftir að starfa mismikið í tónlist síðan, Lárus Ingi sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið eftir og þeir félagar Heimir og Þórir poppuðu upp í Á móti sól.