Afmælisbörn 17. febrúar 2022

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara gaf út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

Afmælisbörn 17. febrúar 2021

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara gaf út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

Fellibylurinn Þórarinn (1976)

Fellibylurinn Þórarinn var hljómsveit tónlistarmanna á unglingsaldri og var í raun ein þeirra sveita sem síðar varð að Þey. Ekki liggur alveg ljóst hvenær Fellibylurinn Þórarinn var stofnaður en það gæti hafa verið árið 1975, hér er þó miðað við ári síðar en þá kom sveitin fram á tónleikum innan Menntaskólans við Tjörnina (síðar Menntaskólans…

Guðni Rúnar Agnarsson (1956-)

Guðni Rúnar Agnarsson var kunnur dagskrárgerðarmaður í útvarpi og hélt utan um ýmsa þætti sem margir hverjir fjölluðu um tónlist, þekkastur þeirra var þátturinn Áfangar sem hann hafði umsjón með ásamt Ásmundi Jónssyni. Guðni Rúnar (f. 1956) hafði lítillega verið í tónlist á unglingsárum, spilaði á gítar og hljómborð og var í hljómsveitinni Lost sem…

Þeyr [1] (1979-83)

Hljómsveitin Þeyr verður vafalaust alltaf þekktust fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík þar sem sveitin kyrjaði Rúdolf af miklum krafti í nasistabúningum eftir ógleymanlegt intró Sigtryggs Baldurssonar trommuleikara. Margir þekkja einnig Killer boogie úr sömu mynd en þau tvö lög eru á engan hátt dæmigerð fyrir tónlist Þeys nema á þeim tímapunkti sem…

Ung [fjölmiðill] (1986-87)

Tímaritið Ung var tímarit fyrir ungt fólk, sem að miklu leyti fjallaði um tónlist. Ung varð fremur skammlíft, það kom fyrst út sumarið 1986 og fáein tölublöð litu dagsins ljós áður en útgáfusögu þess lauk um ári síðar. Ritstjóri blaðsins var Guðni Rúnar Agnarsson en eigendur Tómas Jónsson og Ómar Baldursson.

N.E.F.S. [félagsskapur] (1981)

Tónlistarklúbburinn N.E.F.S. starfaði um fárra mánaða skeið haustið 1981 en klúbburinn hafði það að markmiði að efla lifandi tónlistarlíf á höfuðborgarsvæðinu. Skammstöfunin N.E.F.S. stóð fyrir Ný [og] efld Félagsstofnun stúdenta og var sett á laggirnar um haustið 1981 en undirbúningur hafði staðið yfir að stofnun klúbbsins frá því um sumarið, SATT (Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna),…

Gramm [útgáfufyrirtæki] (1981-89)

Útgáfufyrirtækið Gramm (oft nefnt Grammið í daglegu tali) starfaði á árunum 1981-88, reyndar var samnefnd plötubúð opin eitthvað lengur, fram á 1989. Grammið var stofnað vorið 1981, upphaflega til að gefa út efni Purrks pillnikks sem var þá ein af hljómsveitunum sem leiddi hina síðbúnu pönkbyltingu sem gekk yfir Ísland um og upp úr 1980,…