Ung [fjölmiðill] (1986-87)

Tímaritið Ung var tímarit fyrir ungt fólk, sem að miklu leyti fjallaði um tónlist.

Ung varð fremur skammlíft, það kom fyrst út sumarið 1986 og fáein tölublöð litu dagsins ljós áður en útgáfusögu þess lauk um ári síðar.

Ritstjóri blaðsins var Guðni Rúnar Agnarsson en eigendur Tómas Jónsson og Ómar Baldursson.