Ungblóð (1997-98)

Rokksveitin Ungblóð starfaði á höfuðborgarsvæðinu um eins og hálfs árs skeið og var eiginlegur undanfari hljómsveitarinnar Mínus ásamt Spitsign, og um leið frumpartur af þeirri harðkjarnavakningu sem spratt í kjölfarið fram á sjónarsviðið.

Meðlimir Ungblóð voru Ívar Snorrason bassaleikari, Oddur Hrafn Björgvinsson (Krummi) trommuleikari, Frosti Logason gítarleikari (þeir þrír urðu síðar Mínus-liðar), Sigþór [?] gítarleikari og Bjössi [?]. Ennfremur gæti Birkir Fjalar Viðarsson hafa verið í sveitinni.

Litlar heimildir er að hafa um þessa sveit, hún gæti hafa gengið undir nafninu Gundog upphaflega en allar frekari upplýsingar um Ungblóð væru vel þegnar.