Thundergun (1999-2001)

Thundergun

Hljómsveitin Thundergun starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum síðustu aldamót.

Sveitin spilaði rokk í þyngri kantinum og voru meðlimir hennar Andri Freyr Viðarsson gítarleikari (Fídel, Botnleðja o.fl.), Björn Stefánsson trommuleikari (Mínus o.m.fl.) Alli [Aðalsteinn Möller?] bassaleikari og Kolli [Kolbeinn Hugi Höskuldsson?] gítarleikari, einnig gæti bróðir Andra, Birkir Fjalar Viðarsson, hafa verið í Thundergun.

Thundergun starfaði líklega frá hausti 1999 og fram á sumarið 2001.