3TO1 (1995-96)

3TO1

3TO1  (Three to one / 3TOONE) var upphaflega tríó sem starfaði sumarið 1995, líklegast fyrst í kringum tónlistarhátíðina UXA sem haldin var við Kirkjubæjarklaustur þá um verslunarmannahelgina.

Sveitina skipuðu þá Egill Ólafsson söngvari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari þeir félagar fluttu eins konar rafdjass með þjóðlagaívafi.

3TO1 starfaði áfram um veturinn og um áramót bættust Mezzoforte liðarnir Gunnlaugur Briem trommuleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari í hópinn, þannig skipuð starfaði sveitin í einhverjar vikur en hætti líklega störfum í febrúar 1996.