Bláa blúsbandið (1988-91)

Bláa blúsbandið

Bláa blúsbandið starfaði fyrir austan í nokkur ár, hugsanlega í tengslum við Jazzhátíð Egilsstaða sem fyrst var haldin árið 1988.

Að öllum líkindum var skipan sveitarinnar mismunandi en svo virðist sem Stöðfirðingurinn Garðar Harðarson gítarleikari og söngvari hafi alla jafna verið í henni. Jón Kr. Þorsteinsson bassaleikari, Árni Ísleifs hljómborðsleikari og Ragnar Einarsson trommuleikari virðast hafa verið meðlimir hennar einhverju sinni með Garðari og Björn Thoroddsen gítarleikari, Magnús Einarsson bassaleikari og Rúnar Georgsson saxófónleikari í annað skipti.

Fleiri munu hafa komið við sögu Bláa blúsbandsins.