Rabbi & co. (1993)

engin mynd tiltækHljómsveitin Rabbi & Co var stofnuð utan um sólóplötu Rafns Jónssonar, Ef ég hefði vængi.

Meðlimir sveitarinnar voru auk Rabba, sem þá spilaði á slagverk, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Einarsson gítarleikari, Jens Hansson hljómborðs- og saxófónleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari.

Sveitin spilaði víða til kynningar á plötunni fyrir jólin 1993 en hætti síðan störfum.