Gígjan [7] (1967-83)

Gígjan[7]

Gígjan

Söngfélagið Gígjan starfaði á Akureyri um árabil undir stjórn Jakobs Tryggvasonar við góðan orðstír.

Gígjan var kvennakór, stofnaður haustið 1967 að áeggjan Sigurðar Demetz Franzsonar sem varð raddþjálfari kórsins en Jakob stjórnandi, og átti hann eftir að stýra honum öll árin utan eitt, er hann bjó erlendis.

1979 tók kórinn upp plötu í kirkju Fíladelfíusafnaðarins undir stjórn Garðars Hansen, platan sem hlaut nafnið Söngfélagið Gígjan kom þó ekki út fyrr en ári síðar (þótt 1979 sé skráð útgáfuár). Á plötunni var að mestu að finna íslensk sönglög.

Þegar Jakob hætti sem stjórnandi 1983 var ákveðið að kórinn færi í pásu, og nokkru síðar var það gefið út að Gígjan myndi ekki hefja störf aftur – ástæðan væri sú að metnaðurinn væri ekki til staðar lengur og því væri til lítils að gera eins og karlakórar gerðu alltof oft, að halda áfram störfum þótt gæðin væru augljóslega ekki til staðar. Þótti mörgum þarna fast skotið að karlakórum landsins.

Efni á plötum