Karlakór Ísafjarðar (1922-87)

Löng hefð er fyrir karlakórastarfi á Vestfjörðum og hefur Ísafjörður verið þar fremstur í flokki en þar má segja að hafi nokkuð samfleytt starfað karlakór allt frá 1922 er Karlakór Ísafjarðar var stofnaður. Það er líka athyglisvert að tveir máttarstólpar í ísfirsku tónlistarlífi, þeir Jónas Tómasson og Ragnar H. Ragnar stjórnuðu kórnum í samtals í…

Landskórið (1930)

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir. Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins. Tveggja laga…

Ragnar H. Ragnar (1898-1987)

Ragnar H. Ragnar var þekktur tónlistarfrömuður á Ísafirði og telst vera ásamt Jónasi Tómassyni, fremstur til eflingar tónlistarlífs á árum áður vestra. Ragnar Hjálmarsson (Ragnar H. Ragnar) (f. 1898) ólst upp í S-Þingeyjasýslu og fluttist ungur til Kanada, þar nam hann m.a. píanóleik, hljómfræði og fleira, og vann ýmiss störf auk þess sem hann stjórnaði…

Sunnukórinn (1934-)

Sunnukórinn á Ísafirði er einn elsti starfandi blandaði kór landsins og hefur starfað samfleytt frá árinu 1934. Kórinn var stofnaður að frumkvæði þriggja mektarmanna á Ísafirði, þeirra Jónasar Tómassonar tónskálds og organista, Sigurgeirs Sigurðssonar sóknarprests og síðar biskups og Elíasar J. Pálssonar kaupmanns snemma árs 1934 en þeir höfðu fyrst rætt um stofnun kórs um…