Lizard (1984)

Hljómsveitin Lizard var skammlíf þungarokkssveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 1984. Sveitin var stofnuð af Brynjari Björnssyni trommuleikara og Valdimar Sigfússyni gítarleikara en aðrir meðlimir hennar voru Ársæll Steinmóðsson söngvari, Ívar Árnason gítarleikari og Sigurður Ívarsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum hætt störfum um sumarið.

Lizzie Þórarinsson (1875-1962)

Lizzie Þórarinsson sópransöngkona var einna fyrst kvenna til að syngja inn á plötu á Íslandi en að öðru leyti fer saga þessarar alþýðukonu ekki hátt í tónlistarsögu landsins. Lizzie (fædd Elisabeth Grant) var fædd og uppalin í Skotlandi en fluttist til Íslands 1894, þá nýgift Páli Þórarinssyni sem var sautján árum eldri. Þau hjónin hófu…

Lítið eitt (1970-76)

Þjóðlagasveitin Lítið eitt starfaði um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og skipaði sér meðal þeirra fremstu í þjóðlagageiranum meðan hún var og hét. Sveitin var stofnuð sem tríó snemma árs 1970 í Hafnarfirði og var þá skipuð Gunnari Gunnarssyni, Hreiðari Sigurjónssyni og Steinþóri Einarssyni, sem allir léku á gítara. Þeir sáu að slíkt væri…

Ljósbrá [1] (1973-75)

Hljómsveitin Ljósbrá frá Akureyri starfaði um miðjan áttunda áratug tuttugustu aldarinnar, á árunum 1973-75. Á þeim tíma náði hún að gefa út eina litla plötu. Flestir meðlima sveitarinnar höfðu verið í unglingasveitinni Bravó sem hafði vakið landsathygli áratug fyrr en þá höfðu meðlimir hennar verið mjög ungir að árum. Meðlimir Ljósbrár voru Sævar Benediktsson bassaleikari,…

Ljósbrá [2] (1983-86)

Hljómsveit frá Hveragerði starfaði á árunum 1983-86 og bar nafnið Ljósbrá eins og önnur hljómsveit áratug áður, sem reyndar var norðlensk. Hin hvergerðska sveit herjaði nokkuð á sveitaballamarkaðinn í Árnessýslu og skartaði mönnum eins og Hermanni Ólafssyni söngvara, Sölva Ragnarssyni gítarleikara, Ingvari Péturssyni hljómborðsleikara, Jónasi Þórðarsyni og Sigurði Helgasyni en ekki er ljóst á hvað…

Loðbítlar (1990-95)

Hljómsveitin Loðbítlar var frá Selfossi og Hveragerði, og var starfandi upp úr 1990. Meðlimir Loðbítla voru Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Óli Ólason söngvari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Karl Þór Þorvaldsson [?] og Jóhann Bachmann trommuleikari. Jón Ingi Gíslason tók við af þeim síðastnefnda snemma árs 1993. Óli, Árni og Gunnar eru allir bræður og…

Logar (1964-)

Hljómveitin Logar var stofnuð 1964 af meðlimum annarrar sveitar, Skugga frá Vestmannaeyjum en þeir voru Helgi Hermannsson söngvari, Henry A. Erlendsson bassaleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Grétar Skaptason gítarleikari (d. 1979). Auk þeirra bættist Þorgeir Guðmundsson í hópinn en hann var gítarleikari. Sveitin spilaði mikið í Vestmannaeyjum og naut vinsælda þar en fljótlega fór hún…

Lómar (um 1960)

Hljómsveitin Lómar var starfrækt á sjöunda áratugnum, líklega í kringum 1966. Þetta var bítlasveit en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um tilurð hennar, hvorki meðlimi né starfstíma.

Lóa léttlynda (?)

Hljómsveitin Lóa léttlynda var starfrækt á Patreksfirði fyrir margt löngu. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um sveitina.

Lótus [2] (1982 – um 1990)

Lótus frá Selfossi var ein kunnasta sveitaballasveit Suðurlands um árabil. Sveitin var stofnuð haustið 1982 og var lengst af skipuð sama kjarnanum, þeim Hróbjarti Erni Eyjólfssyni bassaleikara, bræðrunum Hilmari hljómborðsleikara og Heimi trommuleikara Hólmgeirssonum, Gunnari Árnasyni (síðar hljóðmanni) gítarleikara og Kjartani Björnssyni söngvari. Lótus keppti nýstofnuð í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 en…

LSD (1979)

Hljómsveit LSD (Litlu sætu dólgarnir) var eins konar undanfari þeirrar sveitar sem síðar gekk undir nafninu Sjálfsfróun. Þetta var í kringum 1980 þegar pönkið var að hefja innreið sína á Íslandi, meðlimir sveitarinnar munu hafa verið á aldrinum 11 – 16 ára skv. heimildum sem einnig segja sveitina hafa verið stofnaða 1979. Meðlimir LSD voru…

Lucifer [2] (1982-83)

Lucifer var þungarokksveit frá Húsavík og var að öllum líkindum starfandi 1983 og 84. Sveitina skipuðu þeir Ármann Guðmundsson gítarleikari og Þorgeir Tryggvason bassaleikari (báðir kenndir síðar við Ljótu hálfvitana), Þráinn Ingólfsson gítarleikari og Gunnar Hrafn Gunnarsson trommuleikari (Greifarnir). Sveitin mun hafa lagt upp laupana fljótlega eftir að Gunnar gekk til liðs við Special treatment…

Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur (1876-1916)

Lúðurþeytarafélag (Lúðraþeytarafélag) Reykjavíkur telst með réttu vera fyrsta íslenska hljómsveitin en hún starfaði um fjörtíu ára skeið í kringum aldamótin 1900. Lúðurþeytarafélagið var stofnað fyrir stuðlan Helga Helgasonar tónskálds en hann hafði árið 1874 orðið vitni að leik konunglegrar danskrar lúðrasveitar sem lék hér á landi í tilefni af þúsund ára þjóðhátíðarafmælis Íslendinga. Hreifst Helgi svo…