Lizzie Þórarinsson (1875-1962)

Lizzie Þórarinsdóttir1

Lizzie Þórarinsdóttir

Lizzie Þórarinsson sópransöngkona var einna fyrst kvenna til að syngja inn á plötu á Íslandi en að öðru leyti fer saga þessarar alþýðukonu ekki hátt í tónlistarsögu landsins.

Lizzie (fædd Elisabeth Grant) var fædd og uppalin í Skotlandi en fluttist til Íslands 1894, þá nýgift Páli Þórarinssyni sem var sautján árum eldri.

Þau hjónin hófu búskap á Halldórsstöðum í Laxárdal í S-Þingeyjasýslu og þar áttu þau eftir að búa alla tíð. Lizzie tók nú upp föðurnafn Páls og kallaði sig nú Lizzie Þórarinsson.

Þrátt fyrir að kunna ekki stakt orð í tungumálinu hóf hún að syngja víða opinberlega á heimaslóðum nyrðra, bæði sem einsöngvari og í kórum sem þar voru starfandi, og naut fljótt mikilla vinsælda í sveitunum í kring, hún kom m.a. fram á tónleikum á Akureyri og víðar, og var af því vel metin.

Lizzie söng inn á tveggja laga 78 snúninga plötu sem Fálkinn gaf út 1933 og varð þá um leið ein fyrst kvenna hérlendis til þess, reyndar komin fast að sextugu. Að öllum líkindum var hún fyrsta ómenntaða söngkonan sem hlotnaðist slíkur heiður hér á landi. Lögin tvö, Ein ég sit úti á steini og Home sweet home, voru síðan endurútgefin af Fálkanum á lítilli 45 snúninga plötu 1974, sem auk þess hafði að geyma fyrirlestur Magnúsar Þ. Torfasonar um söngkonuna.

Lizzie lést 1962.

Efni á plötum