LSD (1979)

engin mynd tiltækHljómsveit LSD (Litlu sætu dólgarnir) var eins konar undanfari þeirrar sveitar sem síðar gekk undir nafninu Sjálfsfróun. Þetta var í kringum 1980 þegar pönkið var að hefja innreið sína á Íslandi, meðlimir sveitarinnar munu hafa verið á aldrinum 11 – 16 ára skv. heimildum sem einnig segja sveitina hafa verið stofnaða 1979.

Meðlimir LSD voru Bjarni (móhíkani) Þórðarson, Sigurður Ágústsson (Siggi pönk), Pétur Kristinsson (Pési) og Jónbjörn Valgeirsson (Jómbi).

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.