Lemon (1995)

engin mynd tiltækHljómsveitin Lemon (upphaflega hét sveitin Hauslausir) var skammlíf sveit, stofnuð upp úr Spoon (eins og önnur sveit, Kirsuber) og náði að eiga lag á safnplötunni Ís með dýfu, sem kom út sumarið 1995.

Meðlimir Lemon voru Höskuldur Ö. Lárusson gítarleikari, Stefán Sigurðsson bassaleikari og Hreiðar Júlíusson trommuleikari en Sesselja Magnúsdóttir söng einnig með þeim í laginu á fyrrgreindri safnplötu.

Sveitin hætti fljótlega störfum.