Friðrik XII (1992-93)

Hljómsveitin Friðrik XII var stórsveit sem lék bæði rokk og djass og starfandi árin1992 og 93, sveitin kom fram í fjölmörg skipti þann tíma, m.a. á Gauki á Stöng og þess konar samkomustöðum. Friðrik XII (Friðrik tólfti) var stofnuð sumarið 1992 en kom ekki fram opinberlega fyrr en í ársbyrjun 1993 og þá undir nafninu…

Crossroads (1991-92)

Blússveitin Crossroads starfaði um eins árs skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar og lék nokkuð á blúsbörum borgarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1991 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Tyrfingur Þórarinsson gítarleikari, Páll Kristjánsson söngvari, Hreiðar Júlíusson trommuleikari og Ástþór Hlöðversson bassaleikari. Svavar Sigurðsson Hammond orgelleikari bættist í hópinn snemma árs 1992 og…

Blackout [1] (1992-94)

Hljómsveitin Blackout (Black out) starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1992-94, sveitin var nokkuð áberandi á öldurhúsum borgarinnar og reyndar einnig á landsbyggðinni með cover-rokk sitt en laumaði einu og einu frumsömdu inn í prógrammið. Tvö þeirra rötuðu inn á safnplöturnar Algjört kúl og Ýkt böst. Sveitin var stofnuð á haustdögum 1992 en ekki liggur alveg fyrir hverjir…

La bella lúna end ðe lúní tjúns (1987-)

La Bella lúna end ðe lúní tjúns er hljómsveit sem hefur starfað á Stöð 2 um árabil, hún var stofnuð á upphafsárum sjónvarpsstöðvarinnar og er í raun enn starfandi þó lítið hafi farið fyrir henni síðan 2005. Sveitin var stofnuð 1987 og lék á öllum helstu skemmtunum innan Stöðvar 2 næstu árin, skipan hennar var…

Lemon (1995)

Hljómsveitin Lemon (upphaflega hét sveitin Hauslausir) var skammlíf sveit, stofnuð upp úr Spoon (eins og önnur sveit, Kirsuber) og náði að eiga lag á safnplötunni Ís með dýfu, sem kom út sumarið 1995. Meðlimir Lemon voru Höskuldur Ö. Lárusson gítarleikari, Stefán Sigurðsson bassaleikari og Hreiðar Júlíusson trommuleikari en Sesselja Magnúsdóttir söng einnig með þeim í…