Lárus Ingólfsson (1905-81)

Lárus Ingólfsson revíusöngvari1

Lárus Ingólfsson revíusöngvari

Lárus Ingólfsson (f. 1905) var einn kunnasti vísna- og gamansöngvari þjóðarinnar meðan sú listgrein var og hét.

Hann var menntaður leikari og leikmynda- og búningahönnuður, hafði numið í Lúxemborg og Danmörku þar sem hann reyndar starfaði til 1933 en þá kom hann heim til Íslands og hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og síðan Þjóðleikhúsinu þegar það tók til starfa 1950. Þar starfaði hann þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1976.

Lárus söng í fjölmörgum revíum einkum og fjórða og fimmta áratug aldarinnar á blómaskeiði þeirra og varð einn sá þekktasti í þeim geira ásamt Brynjólfi Jóhannessyni, Nínu Sveinsdóttur og fleirum. Söngur hans kom þó ekki út á plötu fyrr en 1978 þegar platan Revíuvísur komu út en hún hafði að geyma upptökur úr safni Ríkisútvarpsins.

Lárus lést 1981.