Litli fjarkinn (1955-56)

Litli fjarkinnLitli fjarkinn var skemmtihópur sem fór tvívegis kringum landið með dagskrá sumrin 1955 og 56. Um var að ræða blandaða dagskrá með söng og leik en hópinn skipuðu þeir Sigurður Ólafsson söngvari, Höskuldur Skagfjörð leikari, Hjálmar Gíslason gamanvísnasöngvari og Skúli Halldórsson píanóleikari.

Má segja að þarna hafi verið á ferðinni undanfari héraðsmótanna og Sumargleðinnar sem skemmtu víða um land um árabil allt fram á níunda áratuginn.