Limbó [3] (1991)

engin mynd tiltækHljómsveitin Limbó (virðist líka hafa gengið undir nafninu Stórveldið og stuðsamtökin Limbó) var starfandi 1990 í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) og var skipuð þeim Páli Garðarssyni saxófónleikara, Frank Þóri Hall gítarleikara, Guðmundi Steingrímssyni hljómborðsleikara og söngvara, Hrannari Ingimarssyni gítarleikara, Eiríki Þórleifssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni trommuleikara en þeir áttu meira og minna allir eftir að koma meira við sögu íslensks tónlistarlífs.

Kristbjörg Kari Sólmundardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Drífa Atladóttir og Jón Oddur Guðmundsson hafa líklega eitthvað líka verið viðloðandi þessa sveit.
Sveitin átti svonefnt árshátíðarlag í MR 1990 og kom það út að minnsta kosti þrívegis, á safnplötunni Húsið sem út kom 1991, á lítill vínylplötu tengt árshátíð MR 1992 (Árshátíðar Framtíðarinnar 1992) og á árshátíðarplötu MR 1993 (Dagar víns og rósa).