Strákarnir [1] (1986)

Strákarnir

Hljómsveitin Strákarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1986, og lék þá á nokkrum tónleikum.

Sveitina skipuðu nokkrir tónlistarmenn sem þá ýmist voru þekktir eða að verða það, þeir voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Pjetur Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Gunnarsson trommuleikari, Jens Hansson saxófónleikari og Björgvin Gíslason gítarleikari, líklegt er að Pjetur hafi sungið.

Strákarnir komu fyrst fram snemma um vorið en sveitin hafði verið stofnuð snemma árs, þeir félagar komu mest fram á höfuðborgarsvæðinu en léku einnig eitthvað úti á landsbyggðinni, sveitin lagði áherslu á frumsamið efni og var Pjetur þar fyrirferðamestur. Svo virðist sem Sigfús Óttarsson hafi tekið við trommunum af Guðmundi en annars eru upplýsingar um þessa sveit af skornum skammti.