Úranus sextett (um 1960)

Úranus sextett

Upplýsingar um Úranus (Uranus) sextett eru af skornum skammti og er hér með óskað eftir þeim.

Sveitin var starfandi í kringum 1960, líklega allavega veturinn 1959-60 og var ýmist nefnd sextett eða kvintett. Berti Möller mun hafa verið einn meðlima sveitarinnar sem og Haukur Sighvatsson trommuleikari en meira liggur ekki fyrir um Úranus.